Skip to content

Nýjir eigendur og nýtt nafn – Velkomin í Ilmbjörkina Garðyrkjustöð!

Nýjir eigendur og nýtt nafn – Velkomin í Ilmbjörkina Garðyrkjustöð!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að ég, Kristín Snorradóttir, eigandi Torfkofans ehf., er nú stoltur eigandi Blómahornsins garðyrkjustöð, sem hefur fengið nýtt nafn: Ilmbjörkin garðyrkjustöð.

Ilmbjörkin mun leggja áherslu á að skapa einstaka upplifun fyrir viðskiptavini með því að sameina fjölbreytt úrval plantna, garðyrkjuvara og fræðslu við afslappað og gróið umhverfi. Við stefnum að því að fegra umhverfi, veita afþreyingu og skapa samverustundir þar sem allir geta notið náttúrunnar og núvitundar.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á opnunarhátíð Ilmbjarkarinnar, sem verður haldin á sumardaginn fyrsta 2025. Þar verður boðið upp á léttar veitingar, ráðgjöf frá fagfólki, kynningar á vörum og tækifæri til að kynnast framtíðarsýn okkar fyrir garðyrkjustöðina. Þetta verður frábær dagur fyrir alla fjölskylduna!

Við hlökkum til að sjá þig og deila þessu nýja ævintýri með þér. Fylgstu með vefsíðunni okkar og samfélagsmiðlum fyrir nánari upplýsingar og dagskrá.

Velkomin í Ilmbjörkina – Garðyrkjustöð Austurlands!
Hjallaleiru 1, 731 Reyðarfirði