Við fögnum sumrinu með opnunarhátíð fimmtudaginn 24. apríl kl. 13:00–16:00 – og þú ert hjartanlega velkomin(n)!
Ilmbjörkin garðyrkjustöð opnar formlega með hátíðlegri stemningu á sumardeginum fyrsta. Við bjóðum öllum að koma og fylgjast með hvernig verkefnið hefur þróast, heyra af framtíðaráformum okkar, og njóta ljúfrar og sumarlegrar stundar í gróðursælu umhverfi.
Í boði verður meðal annars:
-
Kaffi og léttar veitingar
-
Vorblóm, kryddjurtir og kálplöntur
-
Kartöfluútsæði
-
Pottaplöntur, pottar, mold og áburður
-
Fjölbreytt úrval fræja fyrir heimaræktun – bæði fyrir börn og fullorðna
Þetta verður fjölskylduvæn og afslöppuð samvera þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem þú ert að leita að plöntum fyrir garðinn, fræjum fyrir gluggakistuna eða einfaldlega góðum félagsskap – þá er Ilmbjörkin staðurinn!
Við hlökkum til að sjá ykkur og fagna sumrinu saman.
📍 Hjallaleira 1, Reyðarfjörður
🕐 Opið frá kl. 13–16