Hortensía
Hydrangea
Sívinsæl blómstandi planta sem skartar fallegum blómhausum sem geta staðið lengi.
Gott er að gefa henni súran áburð u.þ.b einu sinni í mánuði og vökva vel. Til að hún standi lengi er ráðlagt að umpotta henni strax í stærri pott.
Hentar vel í útiker og potta yfir sumartímann.
Þarf mjög góða vökvun, moldin á alltaf að vera rök yfir sumartímann. Má draga úr vökvun yfir vetrarmánuðina.
Vetrarumhirða
Þegar blómgunartíminn er liðinn er rétt að fjarlægja visin blómin. Þá fer plantan að huga að því að búa sig undir vetrardvala. Yfir veturinn er hægt að halda hortensíu í pottum innandyra eða í skúr með nokkuð stöðugu lágu hitastigi, vertu bara viss um að láta jarðveginn ekki þorna meðan á vetrardvala hennar stendur. Á vorin hefur hún hlaðið á sig blómbrumum sem skila enn meira blómskrúði. Gamlar og virðulegar hortensíur við bestu aðstæður geta orðið mannhæðarháar. Plönturnar þarf ekki að klippa niður nema sem nemur hugsanlegu vetrarkali. Ef greinar eru hins vegar orðnar langar og brothættar má stytta þær nokkuð. Að vori er hægt að færa plöntuna út í vel valinn stað í garðinum en þá er gott að muna að henni líkar illa kuldi og vosbúð.
SKU34784445


Undirflokkur:
Hæð: 0.6 - 3.0 m
Þol:
Notkun:
Blómgunartími:
Blómlitur:
Blaðlitur:
Haustlitur:
Recently viewed